Við upphaf 2017

Nýja árið gekk í garð að venju með pompi og prakt. Jólafríið var á enda og ég þurfti að fara snúa til Þýskalands til fyrri starfa. Það hafði ekki verið snjó að sjá í Nidda en í janúar kom dagurinn sem okkur barst örþunnt lag af snjó, sem ekki hvarf jafnóðum og heimamenn nýttu (eina) tækifærið til að sinna vetrarverkunum. Svo má ekki gleyma íkveikjuna fyrir utan dyrnar hjá mér komu mér hressilega á fætur.

2016 gengið í garð

Febrúar tók viðburðaríkari við. Fyrst kom Farsching með tilheyrandi litadýrð og mannlífi. Veður setti þrátt fyrir það sitt strik í reikninginn. Á hátíðinni í Frankfurt lét maður ekki blautt veður á sig fá en hætt var við gönguna sem ég ætlaði á í Mainz vegna veðurs. Við sem ætluðum að fara skildum ekkert í þessari veðurspá enda góðlyndisveður í Frankfurt sem og þegar við komum til Mainz. Þar voru margir sem létu veðrið ekki á sig fá og létu gönguna eiga sér stað þrátt fyrir það hefði formlega verið hætt við hana. Stuttu eftir það skilaði umræddur stormur sér og þá skildi maður af hverju hætt var við gönguna.

 

Image may contain: 2 people
Farsching í Frankfurt

Farið var til Bornheim / Walberberg, smábæjar milli Kölnar og Bonn, á námskeið þar sem ég gat hitt aðra sem eru í sama prógrami og ég til að deila reynslu og víkka út sjóndeildarhringinn.

kolnwp_20160211_005
Frá Walberberg er gott útsýni til beggja átta. Í bakrunninn má sjá Köln.

Í mars stendur uppúr Luminale ljósahátíðin í Frankfurt. Hún stendur í viku þar sem ýmsir aðilar opna dyr sýnar fyrir áhorfendur fyrir eigin listaverk eða annarra listamanna. Út um alla borg eru fjölmargir viðburðir í boði þar sem ljósadýrðin ræður ríkjum. Hér má sjá brot af uppáhalds verkefnum mínum, settar með fyrirvara um að list er aldrei jafn góð á mynd og með eigin augum.

 

 

Í lok mánaðar fylgdu páskarnir. Ég ákvað að þessu sinni að halda mig í Þýskalandi yfir hátíðarnar enda væri þetta fullstutt frí til að reyna komast heim. Það var að vísu eitthvað skrítið við það að vera ekki heima yfir páskana en það er líka hluti af því að velja og gefa frá sér.

paswp_20160325_001
Vinnufélagi minn kom mér á óvart með páskaglaðningi

Fyrsti apríl gekk í garð með tilheyrandi sprelli. Ég hef yfirleitt fram að þessu ávallt hlaupið fyrsta apríl en að þessu sinni ekki. Hvernig? Ég þóttist bara ekki skilja neitt allan daginn, og þar af leiðandi var ekki mögulegt að láta mig hlaupa fyrsta apríl. Hins vegar má ekki segja það sama um þá sem gleyptu við „skilningsleysi“ mínu sem hljópu sjálfir fyrsta apríl.

Strax í apríl var oft farið að vera blíðskaparveður og því kjörið að fara í styttri ferðir. Farið var til yfir til Baden-Wuttenberg sambandsríkisins og til Speyer með vinnunni í sædýrasafnið og komið við á nokkrum helstu viðkomustöðum í Speyer. Einnig var farið til Marburgar sem skartaði sínu fegursta og blíðskaparveðri  til að sjá kastalann og undurfallega miðbæinn. Svo má ekki gleyma afmælinu mínu. Það var haldið í Frankfurt þar sem dagsins var notið í botn.

 

 

Í lok mánaðar var farið í skyndiákvörðunarferð til Ísland og dvaldi ég í nærri tvær vikur sem liðu ótrúlega fljótt, enda var maður með fulla dagskrá frá morgni til kvölds. Meðal annars var gengið á móti sólarupprás í Darkness to Light viðburði PIETA svo dæmi séu nefnd.
Við komu aftur til Nidda hafði greinilega ýmislegt breyst á 2 vikum. Vorið, sem ekki var byrjað við brottför, var á sínum lokastigum. Allt var orðið grænt og hitastig búið að hækka ótrúlega á stuttum tíma.

Við heimkomu beið manns hins vegar allt annað en slökun. Ég lenti í Þýskalandi beint inn í Eurovision vikunni með tilheyrandi. Svo var farið til Berlínar á nokkurra daga workshop. Yfirleitt eru þessi námskeið yfirleitt dagskrá frá morgni til kvölds og lítill frítími en að þessu sinni fengum við ótrúlega mikinn frítíma og gátum því nýtt tækifærið og verið á flakki um Berlín langt fram á kvöld. Á leiðinni heim frá Berlín var komið við í Frankfurt. Farið var í dagsferð til Heidelberg sem skartaði sínu fegursta.

Í lok maí var Hessentag. Um er að ræða með stærri hátíðum (ef ekki stærstu) sambandsríkisins sem haldin er í litum sveitarfélögum þangað yfir tveggja vikna tímabil hlykkist fólk til að fjölmargarra afþreyingarmöguleika, sýninga og tónleika sem hátíðin hefur upp á að bjóða.

heswp_20160528_014
Hápunktur Hessendagsins með stærstu tónleikunum

Í júní byrjað ég í nýju aukastarfi hjá Appen. Um er að ræða fyrirtæki í tækni- og tungumálalausnum þar sem ég sé um gagnavinnslu, auk annarra verkefna sem bjóðast á hverju sinni.

EM undirstrikaði stolt mitt sem Íslendings og jókst spennan sífellt eftir því sem leið. Samhliða komu auðvitað forsetakosningarnar, en það hafði enginn áhuga á þeim meðan EM var enn í góðu fjöri.

instagramcapture_edb1987f-ba4b-45ed-a403-8d9eb7f612e7
Fékk á efa besta kjörklefan í báðum kosningunum með útsýni úr miðbæ Frankfurt

Maður fékk að upplifa smábæjastemminguna í öllu sínu veldi þegar (að mér vitandi) stærsta bæjarhátíðin í mínu nágreni átti sér stað. 620 íbúa smábærinn fylltist lífi sem tók við um leið og gengið var inn í bæinn sem kom verulega á óvart.

parwp_20160625_003
Garðurinn í Bad-Salzhausen skartaði listaverkum sem sett voru upp með kerfum

Strax í byrjun júlí hélt ég í Sommerlejr sumarbúðir Press í Noregi. Við vorum í Strandheim Leirsted, örstutt frá Osló við ströndina. Sumarbúðirnar komu ótrúlega á óvart og er ég mjög sáttur með að hafa verið valinn til að vera hluti af íslenska hópnum sem fór.

norwp_20160707_072

Á heimleiðinni var komið við í Hamborg þar sem dvaldi nokkra daga áður en heim var haldið. Eins og skilja ber einkennist borgin af sannkallaðri sjávarstemmningu enda byggir borgin sögu og menningu sína á því sem liggur við sjó. Þannig kom t.d. á óvart að ákveðinn hluti almenningssamgangna fór fram með ferjum, í stað lesta og strætisvagna.

hamwp_20160710_012

Við heimkomu byrjaði lokaspretturinn. Sama hvort ég vildi eða ekki þurfti ég að bíta í það súra epli að árið mitt í Nidda var að renna sitt skeið, þrátt fyrir að í mínum huga fannst mér ég hafa birst á lestarstöðinni í Nidda daginn áður. Ég var núþegar búinn að leggja lok á umsókn um háskóla en þurfti að finna mér nýjan samastað og vinnu í um tvo mánuði áður en ég vissi hvar ég fengi háskólapláss.

Fyrsta vikan í ágúst var síðasta vikan mín í Nidda. Meðan ég tók á móti þeim sem myndi taka við af mér og koma honum inn í starfið, var ég á lokametrunum með að pakka öllum mínum eigum niður í kassa þar sem var á leið til Wetzlar til að starfa á hóteli áður en ég myndi fá að vita hvert eftir það væri haldið. Fram að síðasta deginum í Nidda nýtti maður hvert einasta augnablik sem eftir var áður en maður myndi flytja burt.

 

Fram að lok september var lítið að frétta af mér. Ég fylgdi einfaldlega rútínunni vakna, vinna, borða, sofa. Í lok september fór ég að skoða íbúðir í Frankfurt. Húsaleigumarkaðurinn í Frankfurt er ekkert skárri en á Íslandi og er hann mikið eins og Hungar Games. Af 80 – 100 sendum fyrirspurnum svöruðu einungis örfáir en ég þegar öll kuln voru komin til grafar hafði ég 4 mismunandi íbúðir til að velja úr. Fyrir valinu varð 2ja manna íbúð miðsvæðis í Frankfurt fyrir ótrúlega gott verð fyrir tegund húsnæðis. Hefur það gengið eins og í sögu hingað til og segja að ég hafi verið ótrúlega heppinn.

Á sama tíma fékk ég jákvætt svar frá Goethe háskólanum í Frankfurt sem bauð mér pláss í undirbúningsnámi fyrir þá sem vilja ljúka gráðu við þýskan háskóla. Þrátt fyrir að námið sé dýrt og ég fórni önn sem hefði getað nýst í bachelor-gráðu á þessi önn án efa eftir að borga sig þegar ég byrja á bachelor-stigi á næstu önn – án hennar væri ég í talverðum vandræðum með þætti sem snúa að málinu og því sparar hún mér ýmiss vandræði þegar byrjað er í námi.

Við innflutning í lok september til stórborgarinnar uppgötvaði ég þá sprengingu af möguleikum og tækifærum sem hún hefur upp á að bjóða. Mér fannst Frankfurt ekkert stórkostleg borg þegar ég bjó nærri henni en eftir að ég hef verið með fasta búsetu þar, en ekki verið gestur eins og áður, hefur álit mitt á henni stórbatnað.

Í byrjun október var haldið til Finnlands þar sem ég fór á alþjóðafund Changemaker. Þar var rætt um ýmiss málefni sem snúa að samtökunum og ákvarðanir um alþjóðamál teknar fyrir næstu 2 árin.

Um miðjan októbermánuð byrjaði kennsla í háskólanum. Önnin fór vel af stað en maður sá líka strax að hún yrði krefjandi, enda á hún líka að skila manni árangri og mikilli betrumbætingu í þýsku. Svo fylgi einnig hrekkjavaka í lok mánaðar, samhliða alþingiskosningum, þar sem Dr. Müller fór á kreik.

halwp_20161029_006

Í nóvember tók við notalegur hverdagsleiki í stórborginni. Í Wiesbaden var haldin sýning sem dró marga Íslendinga að. Ég hafði fram að því ekki hitt neina Íslendinga í Þýskalandi en þarna sannaðist að það er nokkra að finna í Frankfurt og nágreni.

Opnir dagar í háskólanum með miklu úrvali að mismunandi fyrirlestrum kom á óvart en án efa stóð uppúr að kíkja inn í grunnáfanga í íslensku og sjá hópinn sem leggur það á sig að læra íslensku. Vert að geta þess að til viðbótar veit ég til þess að íslenska er líka kennd í símenntunarmiðustöðinni í Frankfurt og líka í Wiesbaden. M.ö.o. það er meiri eftirspurn en við höldum.

Undir lok mánaðar fékk ég heimsókn frá Íslandi. Héðinn og Karl komu og dvöldu í viku. Allt fór að sjálfssögðu hóflega fram eins og vera ber. Samhliða því voru jólamarkaðirnir opnaðir með tilheyrandi jólastemmningu.

Desember gekk í garð með tilheyrandi jólaálagi. Ég fór á ráðstefnu hjá  McKindsey fyrir ungt fólk sem ætlar sér langt á vinnumarkaði og kom hún verulega á óvart og gaf manni mörg ráð hvernig maður eykur velgegni sína á vinnumarkaði.

 

Desember var fljótur að líða í jólaálaginu en þá þurfti ég ekki að bíða lengi eftir heimferð. Í byrjun ársins þakka ég fyrir gamalt og gott á árinu sem leið og óska öllum velfarnar á árinu sem gengið er í garð.

Advertisements

Author:

Vefstjóri Kvosarinnar

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s