Bless 2015

Árið gekk í garð með hvelli að venju. Í kjölfarið fylgdu haustannarpróf með tilheyrandi lestri og stressi. En öllu fögum var náð með góða einkunn svo það var ekkert stress þegar stigið var inn í nýja önn.

Í febrúar var haldið suður á leið í starfs- og háskólakynningar. Veðrið leit alls ekki vel út og því var haldið að stað um nótt til að komast á undan veðrinu. Kíkt var í heimsókn til Hagstofunnar, Reykjavíkurborgar, Barnaverndarstofu, KPMG og Kjarnans og varð maður mikils fróðari eftir þær heimsóknir sem og eftir heimsókn á stóra háskóladaginn.

WP_20150227_002
Nýttum við skólafélagar tækifærið og bauð Agnes okkur heim í gistikvöld með tilheyrandi fíflalátum frameftir nóttu.

Í byrjun apríl var farið til Finnlands. Ferðin gekk greiðlega fyrir sig að því undanskildu að strætóinn og varastrætóinn biluðu á leiðinni suður. Í Finnlandi hitti ég systrasamtök Breytenda þar í landi bauð til notalegrar helgi með öðrum úr samtökunum. Helginni var að mestu eytt í skála í Sukeva, (pínu)litlum smábæ um 500km norðan við Helsinki sem er þó nokkuð þekktur, aðeins af þeirri staðreynd að þarna er fangelsi. Helgin einkenndist af notalegum samræðum, fyrirlestum, saunu og sundi í ísilögðu vatni og finnsku sem er ákaflega sérstakt tungumál. Svo gafst líka stuttur tími til að skoða sig aðeins um í Helsinki.

Við heimkomu tók við harður herra námsins. Á þessari síðustu önn var unnið að lokaverkefninu þar sem ég fjallaði um fágætar fjölskyldugerðir. Var ég sérlega heppinn með leiðbeinanda og gekk því nokkuð vel með verkefnið þó maður hefði alltaf viljað hafa meiri tíma til að gera verkið enn betra.

Í lok maí fór að styttast í annan endann á þessari skólagöngu.Útskriftarárgangurinn hittist að gamalli hefð í gamla sal Menntaskólans á Akureyri í sparafatakaffi.

Mynd fengin að láni frá Kristínu Releenu
Mynd fengin að láni frá Kristínu Releenu

Dimission byrjaði með þrautabraut þar sem farið var af stað með bundið var fyrir augun og endaði í ískaldri sundlaug. Eftir að búið var að koma sér úr blautu fötunum var hægt að fara í búningana og hitta busabekkina sem biðu okkar með gjafir. Farið var upp á vagninn okkar og keyrt um bæinn og komið við hjá kennurum sem við vildum kveðja með heimsókn og gjöfum. Áður en vagnferðinni lauk héldu allir bekkirnir saman niður á Ráðhústorg þar sem dansað var hókípókí.

AdobePhotoshopExpress_eafcd8f09d5549cf87466a00a9b14ace

Eftir vagnferðina gafst okkur stuttur tími til að fylla á batteríin áður en við hittumst í mat niður í skóla. Eftir matinn var síðasta bekkjarpartýið af nokkrum mörgum áður en allir bekkirnir hittust svo til að fara inn í Hörgárdal og skemmta sér frameftir nóttu.

Síðasta prófatíðin fyrir stúdentpróf gekk í garð. Hún gekk hratt og vel fyrir sig þrátt fyrir örlítil veikindi og svo var allt í einu komið sumarfrí. Helgina fyrir útskrift var haldið til Mývatns. Þar hittust útskriftanemar og skemmtu sér í síðasta skiptið fyrir útskrift í útilegu.

WP_20150613_020
Á leið aftur á tjaldsvæðið eftir göngutúr í hrauninu.

Útskriftardagurinn gekk í garð með mikilli eftirvæntingu. Útskriftardagurinn gekk vel; ég útskrifaðist með 254 einingar og góður hópur fólks mætti til að gera sér glaðan dag með mér.

Mynd fengin að láni frá Agnesi
Mynd fengin að láni frá Agnesi

Strax tók við vinnan. Í byrjun júlí fékk ég eftir langa bið svar um Erasmus+ styrk frá Evrópusambandinu. Frá því í lok nóvember hafði ég staðið í löngu umsóknarferli. Það gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig því meðan ég hélt að allt væri í góðum farvegi stoppaði umsóknin og nokkrum dögum fyrir skil var mér tilkynnt að þetta gengi ekki upp. Leitað var allra ráða til að finna nýtt verkefni og var ég svo heppin að það var enn laust í litlum smábæ nærri Frankfurt. Eftir langa og erfiða bið kom það upp á yfirborðið umsóknin hefði verið samþykkt og ég myndi flytja út í byrjun ágúst.

Það var ekki hikað heldur hafist handa við að undirbúa brottför. Það þurfti að undirbúa pappíra, byrja pakka, ganga frá og segja sig úr háskólanámi. Meðfram þessu var unnið á fullu næstum alla leið fram að brottfarardegi á frídegi verzlunarmanna.

Flogið var til Berlínar og lent í steikjandi hita sem nálguðust 40°C. Íslendingurinn ég hafði ekki hugsað út í veðrið og klæddur þykkum klæðnaði fyrir íslenska veðri og var ferðin niður á hótel erfið áður en hægt var að klæða sig í hentugri fatnað. Í Berlín eyddi ég nokkrum dögum áður en haldið var til Nidda, á nýja heimilið mitt.

Gott útsýni af Reichstag, þýska þinghúsinu
Gott útsýni af Reichstag, þýska þinghúsinu

Það er eins og í gær þegar ég stóð út á lestarstöðinni og beið þess að vera sóttur en í raun eru næstum 5 mánuðir síðan. Tekið var vel á móti mér og fékk ég afhenta íbúð sem var rúmgóð og vel innréttuð. Fyrsti dagurinn gekk þó ekki slysalaust fyrir sig því mér tókst að læsa mig eins og rottu inn í íbúðinni og stóð þar ráðalaus þar til mér tókst til happs að hringja eftir hjálp.

Fyrsti mánuðurinn fór að mestu í aðlögun. Að hafa ekki talað menntaskólaþýskuna í 2 ár kemur í bakið á manni þegar maður hefur flutt út á land þar sem enginn talar ensku nema e.t.v. í stykkorðum og var mér því kastað beint í djúpu laugina sem hefur margborgað sig. Langt fram á haust fór allur frítíminn í að skoða sig um svæðið enda er í kring stór skógur og byggist svæðið á mörgum litlum bæjum og þorpum.

Á fyrsta mánuðinum áttaði maður sig líka aðeins á uppbyggingu heimilisins. Stofnunin er með tvö heimilið. Stærra heimilið sem ég starfa á tekur við 40 einstaklingum í 5 mismunandi hópum, hver með 8 börnum. Þarna koma börn sem geta ekki búið heima hjá foreldrum sínum af ýmsum ástæðum, ef þau eiga einhverja að yfirhöfuð. Er heimilið því að mestu leyti samblanda af fötluðum, þeim sem þarnast vistunar á vegum barnaverndaryfirvalda og einhverfum.

Sérstaklega yfir sumartímann fylgja mörg sérverkefni minni stöðu, þ.m.t. ferðir með iðjuþjálfaranum sem voru m.a. í skemmtigarðinn Phantasialand.
Sérstaklega yfir sumartímann fylgja mörg sérverkefni minni stöðu, þ.m.t. ferðir með iðjuþjálfaranum sem voru m.a. í skemmtigarðinn Phantasialand.

Í september var haldið til Berlínar á námskeið í eina viku. Þar komu saman hópur þeirra sem koma með sömu áætlun til að fara yfir atriði sem snúa að verkefnunum okkar, verkefnavinnu og ekki síður að kynnast öðrum í svipuðum aðstæðum.

Að námskeiði loknu tók loksins við tungumálaskólinn. Það gekk verr að rifja upp málið eins og gert hafði verið ráð fyrir og því var hann kærkominn. Tvisvar í viku fór ég í háskólabæ rúmlega 30 km í burtu. Undir lok árs þegar námskeiðinu lauk var ég orðinn vel talandi og tekur svo við framhald á nýju ári.

Í nóvember tók ég mér langt helgarfrí til að fara til Frankfurt. Ég hafði í stök skipti komið þar stutt við en aldrei nóg til að sjá borgina af einhverju viti. Héðinn kom og fóru flestir dagarnir í að versla og næturlíf. Náði maður þessa helgina að klára að allar jólagjafir sem var skrítið en jafnframt kærkomið þegar jólastressið skall á.

Hápunktur helgarinnar var 700 manna partý. Myndin er tekin af svölunum áður en farið er niður í salinn.
Hápunktur helgarinnar var 700 manna partý. Myndin er tekin af svölunum áður en farið er niður í salinn.

Í lok nóvember var farið til Kölnar. Hápunkturinn var að komast á jólamarkaðina sem sköruðu sínu fegursta. Í raun var svo mikið af þeim að næstum um leið og maður steig út af einum var maður genginn inn á næsta.

Flottasti jólamarkaðurinn við dómkirkjuna í Köln
Flottasti jólamarkaðurinn við dómkirkjuna í Köln

Jólaörtröðin í vinnunni var núþegar farin að taka sinn toll. Hver einasta lausa stund fór í að föndra svo í hverju horni mætti sjá að jólin voru á næsta leyti. Nikolaus gekk í garð og kom verulega á óvart enda þekkist fögnuðurinn ekki á Íslandi. Þar komu allir saman, sungu jólasöngva og hittu svo Nikolaus (jólasvein) sem afhenti þeim sætindi líkt og gerist á jólaböllum heima á Íslandi.

Sýnishorn af því sem föndrað var
Sýnishorn af því sem föndrað var

Síðustu heilu vikuna fyrir jólafrí var mikil örtröð þar sem við tóku jólafagnaðir dag eftir dag. Mavi, fataverslun, bauð öllum á heimilinu til heimsóknar í þýsku höfuðstöðvar sínar þar sem boðið var til skemmtunar og í kvöldverð. Öll börnin höfðu skilað inn óskalistum í samráði við leiðbeinendur og gengu því allir út með gjöf sem nýttust hverjum og einum vel.

Myndatökur gleymdust innanhúss en náði mynd fyrir utan meðan verið var að ljúka skemmtuninni.
Myndatökur gleymdust innanhúss en náði mynd fyrir utan meðan verið var að ljúka skemmtuninni.

Á heimilinu sjálfu var líka fagnaður. Í salnum áttum við notalega stund þar sem brúðuleikhús skemmti. Um kvöldið var hver hópur með jólahlaðborð með öllum leiðbeinendunum. Var þetta síðasta kvöldið mitt á heimilinu á þessu ári því daginn eftir átti ég flug heim á klakann.

Eftir nokkurra daga vinnu við að koma stofunni í sitt besta ástand var komið að jólafögnuðinum.
Eftir nokkurra daga vinnu við að koma stofunni í sitt besta ástand var komið að jólafögnuðinum.

Flugið heim gekk nokkuð vel. Þó bregst það ekki að þegar ég er á ferð þarf eitthvað að bregða útaf og kom í ljós þegar komið var á innritunarborð í Frankfurt. Bilun var í innritunarkerfinu og það var ekki fyrr en eftir rúmlega klukkustund sem hægt var að innrita farþega. Komst ég þó öruggur heim á leið.

Nú er árið á enda. Ég þakka liðið gamalt og gott og bíð spenntur hvað nýja árið ber í skauti sér. Um mánaðarlöngu fríi mínu heima á klakanum fer senn að enda og snýr maður þá aftur til Þýskalands þar sem enn eru 7 mánuðir eftir af verkefninu mínu og enginn veit fyrir víst hvað tekur við að því loknu.

Advertisements

Author:

Vefstjóri Kvosarinnar

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s