Líður að lokum 2014

Nú er árið senn á enda og komið að þeim tímapunkti þegar maður sest niður og reynir að segja aðeins frá árinu sem senn er á enda.

Árið 2014 gekk í garð á tilheyrandi hátt með uppþembdum maga og prófatíð. Prófunum var náð með glæsibragð svo það stöðvaði mig ekkert í að eyða próflokafríinu fyrir sunnan. Ungmennaráðinu var boðið í fund í Menntamálaráðuneytinu þar sem rædd voru ýmiss málefni  sem snéru að átaksverkefninu Ekkert hatur sem unnið er með samvinnu við net samtaka á vegum Evrópuráðsins í Strasbourg en einnig lét menntamálaráðherra sjá sig og svaraði fyrirspurnum.

Í kjölfarið gekk ný önn í garð í lok janúar og aftur kominn tími til að einbeita sér að náminu. Í byrjun febrúar fékk ég tækifæri til að vera rödd Ekkert haturs verkefnisins þegar mér var boðið að segja frá verkefninu í Síðdegirsútvarpinu á Rás 2.

Í febrúar var áhersla lögð á æskulýðsmál. Ég fór á æskulýðsmót á Grenivík þar sem yfir 100 ungmenni létu sig. Ég hafði aldrei komið inn á Grenivík og þó svo að bærinn væri ekki stór þá kom hann mér á óvart. Í lok mánaðar fór ég á Landsmót unglindadeilda KFUM og KFUK í Vatnaskógi .

Á vorönninni sat ég fjölmiðlafræðiáfanga þar sem ég fékk ekki bara að prófa að vera í hlutverki blaðamanns heldur sat ég í ritstjórn sem annar tveggja ritstjóra hjá vefmiðlinum Kvosinni. Vefmiðlinum fylgdi mikil og ströng vinna við að setja upp vefinn, halda vefmiðlinum gangandi, viðhalda vefnum, kynna vefinn og fylgjast með tölfræði og framvindu vefsins. Þegar litið er á tölfræði vefmiðilsins þá fékk hann yfir rúmlega 16.500 síðuflettingar á því stutta tíma sem hann var í loftinu. Ein af greinunum sem birt var á vefnum fékk birtingu í Akureyri vikublaði. Stærsta greinin sem ég skrifaði á vefmiðilinn snerist um samskipti milli skólafélagsins og RÚV og sat meðal annars framleiðslustjóri RÚV fyrir svörum.

Fall vefmiðilsins var verkfall framhaldsskólakennara sem hófst um miðjan marsmánuð og stóð í 3 vikur. Meðan því stóð þurfti maður að taka námið í sínar eigin hendur. Það gekk misjafnlega  en með stuðningi frá skipulagstólum og hinum ýmsu athvörfum sem ég leitaði í gekk námið eins og vera ber sem varð til þess að allt var á góðu róli fram til loka verkfalls.

Í byrjun apríl tók ég þátt í norræna þjóðfundinum Demokrati og kreativitet – fremtiden og vi sem haldin var á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar í Reykjavík. Þar komu saman fulltrúar frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Finnlandi, Svíþjóð, Færeyjum, Grænlandi, Álandseyjum. Þar fengum við tækifæri til að ræða þau mál sem brenndu á okkur og hugmyndir okkar um norrænt samfélag framtíðinnar.

Meðal þeirra aðferða sem notaðar voru á fundinum var þetta áhugaverða kosningakerfi þar sem maður hefur 5 atkvæði til að koma sínum mikilvægustu málefnum á framfæri.
Meðal þeirra aðferða sem notaðar voru á fundinum var þetta áhugaverða kosningakerfi þar sem maður hefur 5 atkvæði til að koma sínum mikilvægustu málefnum á framfæri.

Í upphafi páskafrís kíkti ég á mitt ástkæra Hólavatn þar sem ég fylgdi eftir drengjunum í yngri deildinni og gistum við eina nótt. Þaðan var brunað beint suður þar sem ég náði að kíkja í fermingu hjá einum frændanum. Áður en haldið var heim var ungmennaráðið boðað í fund í Menntamálaráðuneytinu þar sem fulltrúar af æskulýðssviði ræddu hugmyndir um framkvæmdir á Ekkert hatur verkefninu.

Þegar það leið að lokum mánaðar kom að afmælinu mínu. Ég var orðinn 18 ára og gat því loksins farið að ráða mínum högum sjálfur án þess að þurfa veifa pappír sem þurfti undirskrift forráðamanns. Sama hversu syndsamlegt vinnufélögum fannst það þá tók ég vakt í vinnunni en svo að vakt lokinni beið mín hlaðborð heima. Um kvöldið uppgötvaðist að það gleymdist að redda bíómyndinni sem ætlunin var að horfa á svo leitað var á jafningjanetið til að leysa úr málunum. Lausnin virkaði vel alveg þangað til danska talið reyndist vera rússneskt. Verður þessi mynd ekki gleymd í bráð (P.s. á enn eintak fyrir áhugasama!)

10155058_10202448242699961_3832699282242554772_n

Um miðjan maí mánuð voru kosningarnar teknar beint í æð. Á sama degi voru annars vegar framboðsræður í kosningum fyrir skólafélagið þar sem frambjóðendur nýttu síðasta tækifærið til að sannfæra kjósendur um hvar atkvæði manns væri best varið eftir tilraunir daganna á undan til þess að kaupa atkvæðin með ýmsu góðgæti sem nemendum var boðið. Hins vegar komu síðar um daginn frambjóðendur stjórnmálaflokkanna sem buðu fram til sveitastjórnarkosninga á Akureyri. Gekk bæði undirbúningur og framkvæmd kosningafundarins hjá okkur í undirbúningsnefndinni vel.

Frambjodendur

Undir lok maímánaðar stefndi ég suður til að setja sem varaþingforseti á Kirkjuþingi unga fólksins sem haldið var á Biskupsstofu. Þar fengu viðstaddir tækifæri til að flytja þingmál sem voru rædd í nefndum. Að loknum þingstörfum bauð Biskup Íslands í kvöldverð á heimili sínu og eftir það var kíkt út með kunningjum.

Kosningarnar komu undir lok maí þegar maður gat nýtt langþráðan kosningarétt. Valið var erfitt þrátt fyrir fjölmargar heimsóknir á kosningaskrifstofur en það varð þó valið.

Kosningar
Ein af fáum ferðum á kosningaskrifstofur. Mynd fengið að láni frá Agnesi.

Senn leið leið að lokaprófum í byrjun júní. Lauk ég prófum með reisn og gekk mér jafnvel betur en á haustönninni. Að prófatíð lokinni bauð Ingibjörg í frábæra veislu til að ná okkur sem flestum saman á Akureyri áður en sumarið myndi feykja okkur með sér út í fríið.

Matur hjá

Eftir prófin hóf ég störf á nýjum vinnustað. Ég byrjaði að vinna á Leirunesti þar sem ég eyddi flestum stundum sumarsins á. Bekkurinn endaði svo á að hittast í Kjarnaskógi þar sem við nutum samverunar, spjölluðum og spiluðum áður en við myndum öll fara í sitthvora áttina.

Kjarnask
Við spiluðum m.a. kubb í Kjarnaskógi

Í byrjun gekk alþjóðafundur Changemaker International í garð. Eftir langa og stranga vinnu sem alþjóðafulltrúi Breytenda – Changemaker Iceland  við undirbúning var fundurinn orðinn að raunveruleika og fulltrúar frá Noregi, Finnlandi og Íslandi komnir til að ræða málefnin sem varða samtökin og framtíð þeirra. Eftir fundinn kíktu þátttakendur fundarins og aðrir fulltrúar frá Breyendum í Lækjabotnum þar sem við unnnum í herferðinni sem samtökin vinna að um þessar mundir.

CM-kaffi
Kíktum aðeins á kaffihús eftir fundardag. Mynd fengin að láni frá Frøydis.
  1. til 13. júlí komu ættingjar saman á ættarmóti á Blönduósi. Ekki er leiðinlegt að hitta ættingja sem hefur jafnvel ekki hitt síðan á síðasta ættarmóti fyrir 8 árum – hvað þá fá að kíkja á gamalt heimili til margra ára sem var verið að gera upp að innan en hafði þó enn að hluta til sama yfirbragð og þegar við fluttum út.

WP_20140712_002

Undir lok júlímánaðar stefndi ég til Húsavíkur ásamt góðum félögum til að kíkja á Mærudaga. Án þess að hafa áttað okkur á málum var okkur neitað gistingu á tjaldsvæðinu og þurftum við að leita okkur annarar gistingar – sem þótti víst ekki vel liðin af lögreglu en eftir hálftíma samningaviðræður náðist sátt í málinu. Nutum við þess að vera þar eina nótt en komum síðan inn á Akureyri á laugardegi, sem kom sér vel því það hefði orðið blautt í tjöldunum.

Við enduðum á að tjalda á fallegum stað rétt utan við Húsavík þar sem m.a. var að finna varma tjörn sem hægt var að synda í.
Við enduðum á að tjalda á fallegum stað rétt utan við Húsavík þar sem m.a. var að finna varma tjörn sem hægt var að synda í.

Ágústmánður leið hratt enda gafst tími í fátt annað í vinnu. Þó náði maður einni ferð til viðbótar á þessu ári á Hólavatn þar sem ég hitti hóp fermingabarna. Svo gekk líka Akureyrarvaka í garð með tilheyrandi draugagangi og vinnu.

Septembermánuður bauð upp á smá upphitun fyrir skólann þegar mér tókst að komast á Verndum þau námskeið eftir fjölmargar tilraunir. Vöktunum mínum í vinnunni fór fækkandi og mér gafst frí til að fara til Stykkishólm til að fara í heimsókn til stjúpömmu minnar, fara í siglingu yfir Breiðafjörð og svo með góðri viðkomu í Húnavatssýslu áður en heim var haldið.

Skólinn hófst að venju en staðan var önnur en áður, nú var ég orðinn böðull. Maður þurfti að halda aga á yfir hundrað busum sem þurftu að fylgja klæðnarreglum, passa að þau labbi hænuskref, valhoppi eða urri eftir því í hvaða byggingu þau væru, dömurnar sem neituðu að þrífa af sér meikið urðu sendar í bjútíhornið og ekki má gleyma busadansinum góða. Busunum fylgi svo auðvitað busapartý í nóvember og reglulegum kökudögum inn á milli.

Októbermánuður var þéttsetinn hverja einustu helgi. Fyrsta helgi var Skuggapartý og næsta var staffdjamm. Þriðju vikuna var haldið suður á leið í Kaldársel þar sem haldið var leiðtoganámskeið. Næstu helgi var Landsmót ÆSKÞ haldið á Hvammstanga. Þar vorum við rúmlega 600 manns sem eyddum helginni saman. Sat ég í landsmótsnefnd annað árið í röð og þrátt fyrir mikið álag sem fylgist því að stýra svona stórum viðburði get ég ekki annað sagt en að mig hlakki strax til næsta móts.

Í lok mánaðar fór ég suður á leið þar sem ungmennaráðið hafði verið boðað í þriðja skiptið á árinu á fund í Menntamálaráðuneytinu. Að þessu sinni var fjallað um lestur og menntunarmöguleika undir stjórn Ingva Hrannars, frumkvöðuls í menntamálum. Síðar um daginn var haldið á ráðstefnu á Grand hóteli þar sem starfmenn menntastofanana, foreldrar og ungmenni mættust í umræðu um snjalltækjanotkun. Áhugasamir geta séð það helsta sem fór fram á Twitter undir #Allirsnjallir.

Nóvember gekk nokkuð stórtíðindalaus fyrir sig og fór að mestu stórtíðindalaus fyrir sig. Þó er vert að nefna kynninguna í Háskólanum á Akureyri sem minnti mann á að klukkan slær og það fer að koma tími til þess að ákveða sig endanlega hvað maður ætlar að gera eftir útskrift. Í lok mánaðar leið að árshátíð MA sem var með hinu glæsilegasta móti.

Í byrjun desembermánaðar breyttust aðstæður skyndilega eftir vægan aðdraganda þegar ég boðaður á fund á gjörgæslu SAk. Athugavert ástand móður minnar hafði hríðvesnað eftir að hún var lögð inn daginn áður til aðhlynningar. Í einfölduðu máli hrundi kerfið hennar eftir sýkingar fóru að hafa áhrif á líffæri og stífla varð í kerfinu og því var lífhætta á ferð. Eftir aðgerð og fjölda rannsókna hefur að mestu leyti verið náð að meðhöndla það sem raskaði kerfinu þó enn séu spurningar á ferð sem hefur ekki verið svarað. Það stoppaði hana þó ekkert í að kíkja aðeins heim um hátíðarnar þó hún verði ekki útskrifuð fyrr en á nýju ári.

WP_20141224_003

Er ég búinn að stikla á stóru yfir það helsta sem er að baki á árinu. Ég þakka ykkur fyrir árið sem er senn á enda og óska ykkur farsældar á komandi ári. Svo er aldrei að vita hvað tekur við á komandi ári 🙂

Advertisements

Author:

Vefstjóri Kvosarinnar

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s