Senn kemur árið 2014

Nú er árið 2013 senn á enda og þá kemur eini tími ársins þar sem ég kem því í verk að setjast niður og ná að skrifa um það helsta sem gerðist á árinu sem stendur að baki.

Nýja árið gekk í garð að nýju. Það var ekki einungis farið hægt inn í nýja árið með tilheyrandi leti og þar í áframhaldinu upprifjun fyrir próftíð heldur lauk ég dómaraprófin fyrir MORFÍs (Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi). Prófunum var lokið með stæl og mín beið próflokafrí. Í próflokafríinu byrjaði ég að æfa niður í Átaki heilsurækt sem hefur vægarasagt gert mikið fyrir mig þó ég hyggst ekki hafa mikið fleiri orð um það.

Um það leyti sem ég gekk inn í prófatíðina mætti ég á annan af þeim tveimur fundum sem haldnir voru á árinu hjá Ungmennaráði SAFT, starfshóps í evrópusamstarfi sem á Íslandi starfar með stuðningi frá  Heimili og skóla. Á fundinum var tekin upp nýtt fyrirkomulag þar sem sett var fram þriggja manna stjórn sem hefur þann tilgang að halda utan um starfið og settist ég í sameinaða stöðu ritara og fjölmiðlafulltrúa.

Á þessum fyrstu tveimur mánuðum ársins voru margir viðburðir í æskulýðsstarfinu. Í próflokafríinu var að venju leiðtogahelgi í Vatnaskógi. Auk þess var haldið austur á Reyðarfjörð og nágreni á æskulýðsmót og aftur í Vatnaskóg þar sem haldið var Landsmót unglingadeilda KFUM/K.

Ásamt fyrrverandi menntamálaráðherra og höfundum Paxel123 sem hlutu verðlaun
Ásamt fyrrverandi menntamálaráðherra og höfundum Paxel123 sem hlutu verðlaun

Í byrjun febrúar var Alþjóðlegi netöryggisdagurinn haldinn var í Háskóla Íslands. Ég fékk þann heiður að vera andlit viðburðarins og sá ég meðal annars um setningu viðburðarins ásamt Katrínu Jakobsdóttur, þáverandi menntamálaráðherra – sem mér tókst að rangnefna með nafni samstarfskonu hennar og nöfnu Júlíusdóttur og fékk í staðin hlátrasköll þegar menntamálaráðherra sló á létta stengi yfir mistökum mínum.

Í mars stefndi ég í enn eitt skiptið suður. Ég sat aðalfund ÆSKÞ þar sem ég bauð mig fram í varastjórn og hafnaði í fyrsta sæti varastjórnar. Degi síðar tók ég þátt í farskóla leiðtoga. Þar kom upp hugmynd um að stofna opið vefsvæði hugsað fyrir æskulýðsstarfsmenn með uppsprettu hugmynda verkefna og leikja fyrir æskulýðsstarf. Þessi hugmynd var tekin alla leið og í apríl hlutum við sem komum að verkefninu styrk frá Menntamálaráðuneytinu til að koma verkefninu á fót. Eru nú að baki ómældur fjöldi klukkustunda sem hafa meðal annars farið í skipulagningu og fundarsetu við hina ýmsu sem erindi hafa við verkefnið. Því miður lentum við í þeim hremmingum að forritarinn sem ætlaði að sjá um hönnum vefsins sveik okkur og lét sig hverfa en vinna við þetta spennandi verkefni mun halda áfram á komandi ári.

Í mars kom verkefni tengd Ungmennaráði SAFT sterk inn en Samtaka, svæðisráð foreldra nemenda í grunnskólum Akureyrar stóð fyrir glæsilegu málþingi þar sem ég tók meðal annars þátt og náði eftir mesta megni að svara þeim spurningum sem brenna á örvæntingarfullum foreldrum barna í grunnskólum Akureyrar.

Síðar í mánuðinum stefndi ég suður á leið þar sem ég fór á Fjaðrafok, landsmót Breytenda á Íslandi sem haldið var í Ölveri. Þar hitti ég innlendar jafnt sem skandinavískar Breytendur og náðum við að kynna hvort öðru starfið sem við stöndum að baki. Sjálfur gat ég sjálfur með stolti kynnt nýjasta verkefnið sem ég stóð að baki en í lífleikni á vorönn átti hver bekkur að taka að sér góðgerðaverkefni. Við tókum fyrir Fairtrade siðgæðavottunina og kynntum hana með margvíslegum leiðum fyrir samnemendum. Einnig er skemmtilegt að segja frá því að á aðalfundi Breytenda sem haldinn var síðar á árinu var ég kosinn alþjóðafulltrúi samtakanna og því bíður mín spennandi verkefni í samstarfi við erlendar Breytendur auk skipulagningar og stjórnun alþjóðafundar sem haldinn verður á komandi ári.

547527_10201047476529520_2017525452_n

Mikið rétt, eins og sjá má á myndinni fór í framhaldinu hryllingurinn að gerast. Á óskiljanlegan hátt tókst mér að fá ökuréttindi (ég mútaði ekki dómaranum – ég lofa!). Í byrjum maí gerðist síðan hryllingurinn þegar ég var á keyrslu við flugvöllinn og það skall brot á bílinn með þeim afleiðingum að ég keyrði niður vegfarendur á leiðinni út af veginum. Að sjálfssögðu var talsvert loðið þarna á ferð en þó skemmtileg hagræðing að forsögu fyrir slysaðstæðurnar sem ég var í þegar ég tók þátt í flugslysaæfingu. Á “slysstað” fékk ég að öskra eins og ég ætti lífið að leysa í gegnum allt ferlið og alla leið upp á sjúkrahús.

Svipmynd frá flugslysaæfunginni. Ein og hálf manneskja undir og restin af hálfu manneskjunni í tætlum víða í kring.
Svipmynd frá flugslysaæfunginni. Ein og hálf manneskja undir og restin af hálfu manneskjunni í tætlum víða í kring.

Prófin skella á og ég næ enn betri árangri en áður, sem er gott. Maður hljóp út í sumarið og beint yfir á Vestmannsvatn þar sem ég eyddi viku sem starfsmaður sumarbúða. Þann 17. júní útskrifaðist mín elskulega systir með tilheyrandi undirbúningi. Jafnframt er skemmtilegt að segja frá því að vinnumappan mín í siðfræði þótti svo góð að hún var sýnd á sýningu með verkum nemenda sem er árlega á útskriftardaginn. Útskriftin stoppaði mig ekki lengi heima því spennan yfir að geta fært mig yfir á Hólavatn var gífurleg. Fékk ég að eyða ánægjulegum fimm vikum með undursamlegum vinnufélögum og ekki má heldur gleyma öðrum sem létu sjá sig í sumarbúðunum.

Góður hópur þeirra starfsmanna sem voru með á Hólavatni síðasta sumar
Góður hópur þeirra starfsmanna sem voru með á Hólavatni síðasta sumar

Ég hélst þó ekki lengi heima eftir heimkomu frá Hólavatni. Við heimkomu tók ég upp úr töskunni til að geta sett nýtt dót aftur ofan í töskuna aftur. Stefnan var fyrst sett á Frakkland. Þetta ferðatímbil mitt náði yfir heilan mánuð og því er ekki annað hægt en að stikla á stóru en ég hef líka meðfylgjandi myndasafn úr ferðinni enda segja myndir meira en 1000 orð. Fyrst stendi ég ásamt hópi ungmenna úr Akureyrarkirkju til Taize, klausturs í Mið-Frakklandi. Þar vorum við viku ásamt þúsundum annarra ungmenna í litlu þorpi út í sveit sem skemmtilegt var að kanna. Eftir dvölina í klaustrinu stendum við til Parísar þar sem við tókum út stórborgarpakkann. Hópurinn fór heim en ég varð eftir til að ná flugi þar sem ég stefndi til Tékklands. Þangað stefndi yfir 100 manna hópur íslendinga sem stefndi til Prag á Evrópuhátíð KFUM sem kom sólarhring á eftir mér. Á þessum sólarhring gafst mér tími til að kanna staðinn í bak og fyrir sem skilaði sér vel. Eftir ánægjulega samveru varð ég eftir meðan hópurinn flaug heim. Þau misstu ekki af miklu en á meðan ég fór í verslunarferð í einum enda borgarinnar helltust yfir mig veikindi svo eina sem gert var restina af ferðinni var að koma sér heim, borða, fá verkjalyf, pakka, sofa og koma sér af landi brott.

Eftir breytingar á flugi hjá flugfélaginu sem ég ætlaði að millilenda með í Kaupmannahöfn gat ég ekki flogið á einum degi svo ég fékk hótelherbegi í bænum. Ég gisti á notalegu hóteli nærri flugvellinum þar sem ég náði að hvílast og sofa þau mestöll veikindin sem eftir voru af mér. Mér var skutlað yfir á klakann og þar sem ég eyddi nokkrum dögum í Reykjavík. Maður náði að losa sig við ferðaþreytuna og hitta fólk áður fyrir heimkomu. Að lokum tók ég þátt í kynningu fyrir Heimili og skóla áður en ég stefndi heim.

Þá var loksins komið að mínu heittelskaða sumarfríi sem ég hafði beðið eftir. Ég fékk góðan tíma til að slaka á enda nóg eftir af sumarfríinu mínu. Ég þegar skólinn nálgaðist tók ég vinnutörn í fermingarbúðum bæði hjá Akureyrarkirkju og Glerárkirkju.

Einnig er ánægjulegt að stuttu fyrir skólabyrjun fékk ég starfið sem mig hefur dreymt um í ansi mörg ár. Ég hafði verið búinn að sækja um starf í gagnaöflunardeild hjá Capacent en eftir hinar ýmsu hindranir fékk ég loksins starfið. Nú allan vetur hef ég verið að vinna næstum öll kvöld, sama hvort það sé Capacent eða litlu englanir sem ég passa.

Alvörugefnir hlutir gerast meðan maður stjórnar viðburði. Stundum leyfir maður maður sér líka að krydda hlutina aðeins.
Alvörugefnir hlutir gerast meðan maður stjórnar viðburði. Stundum leyfir maður maður sér líka að krydda hlutina aðeins.

Í október stefndi ég aftur í Ölver. Að þessu sinni mætti ég á annað leiðtoganámskeiðið á árinu sem þó stóð einungis yfir í einn sólarhring. Eftir því sem það leið á mánuðinn jókst álagið hratt vegna undirbúnings Landsmóts ÆSKÞ sem haldið var í Reykjanesbæ en ég var meðal þeirra sem stjórnuðu viðburðinum. Helgin var stórkostleg, þó maður var þreyttur og bíð ég spenntur eftir næsta ári.

Senn leið að jólum – það er víst mikið skilgreiningaatriði en upp úr byrjun eða um miðjan nóvember fara jólin að nálgast hjá mér. Árshátíð Menntaskólans á Akureyri var glæsileg að venju. Í byrjun desember varð ég fyrir því óhappi að snúa á mig fótinn með þeim afleiðingum að ég er með tognað liðband og beinmar og fer því ekki langt. Þó tókst mér að koma mér að flýja úr landi og yfir til Berlínar tveimur dögum síðar vegna menningaráfanga sem ég er að taka í þýsku. Þó vorum einungis fjóra daga náði maður að komast á miklu fleiri staði en maður bjóst við – meðal þess var heimsókn í Deautcher Bundestag, Story of Berlin ásamt neðanjarðabyrgi, East side gallery, Sony Center, fjölmargar verslunarmiðstöðvar og ennfleiri jólamarkaði.

Nú er árið senn á enda og maður hefur náð að stikla á því helsta sem er að baki þó vissulega hafi maður gleymt eða þurft að sleppa því að nefna fjölmarga atburði sem maður hefði viljað nefna. Ég óska ykkur sem hafið haft það alla leið hingað niður gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.

Advertisements

Author:

Vefstjóri Kvosarinnar

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s