Nú þegar árið 2012 er á enda sé ég mér þörf til að fylla upp lágmarksvirkni sem þarf fyrir blogg með því að taka árið saman og stökkva á stóru á fyrstu og síðustu bloggfærslu ársins. Þá er gott að eiga til staðar góða skóladagbók sem minnir mann á allt sem maður þarf að muna 🙂

Nýja árið gekk í garð eins og venjulega og ég hafði ekki grænan grun um allt sem myndi bíða mín. Skólinn byrjaði aftur með trompi 4. janúar. Í íslandáfanganum hafði ég verið að vinna lokaverkefnið mitt um Fairtrade siðgæðavottunina. Til að útskýra hana í stuttu máli er Fairtrade siðgæðavottun sem tryggir að framleiðendur vörunnar fái sómasamleg laun og lifi við mannsæmandi aðstæður. Þótt verkefnið væri stórt og einungis tvær hendur sem unnu það komst verkefnið alla leið í norðlenska fréttamiðilinn Vikudag. Einnig er skemmtilegt að geta þess að ég fékk 10 fyrir verkefnið.

Fairtrade
Hægt er að sjá lokaútgáfu viðtalsins fyrir birtingu á pdf formi.

Fast á hæla verkefnisins beið mín fyrsta prófatíðin við Menntaskólann á Akureyri. Prófin gengu almennt vel og komu á flestum stöðum góðar einkunnir. Hins vegar fékk ég þá bráluðu hugmynd í miðri prófatíð að mæta á fund Ungmennaráðs SAFT, netöruggisverkefni Heimilis og skóla (sem ég hafði fengið inngöngu í október 2011) í miðri prófatíð. Ég fékk aldeilis að líða fyrir það alla næstu önn og sérstaklega fram að lokaprófinu því mér tókst með yfirburðum að falla í stærðfræði. Sé hins vegar alls ekki eftir því að hafa mætt á fundinn.

Í próflokafríinu mínu tók ég minn fyrsta áfanga í námi sem æskulýðsleiðtoga þegar ég fór á fyrsta leiðtoganámskeiðið mitt í Vatnaskógi. Síðan þá hefur námsfíkn mín tekið yfir öll námskeið á vegum KFUM/K og ég fer jafnvel víðar á komandi ári.

Vorönnin rennur ljúft áfram með fjölmörgum viðburðum s.s. yndislegum málfundum, æskulýðsmóti á Hrafnagili, setu á stefnufundi í æskulýðsmálum Þjóðkirkjunnar í Akureyrar- og Þineyjarkjördæmi, páskafrí og svo fjölmörgum öðrum viðburðum sem ég verð að láta ónefnda.

Þann 26. mars fór hinn langþráði Nýji Hugi í loftið mér til mikillar ánægju. Ég hafði sjálfur verið stjórnandi þar í 14 mánuði og hafði líka lagt mína vinnu í að gera vefinn eins flottan og raun ber vitni um. Ekki síst var ég ánægður með að vera færðu upp í stöðu sviðstjóra.

“Fyrsti notandi til að skrá mig inn á Nýja Huga! 8D”

Vorannarprófatíðin gekkr í garð. Eftir ævintýri haustannarinnar var ekkert annað í boði en að sitja stíft yfir stærðfræðibókunum. Alls urðu þetta 12 dagar frá degi til kvölds. Eftir þrotlausan lærdóm og átök bæði við námið og forritið góða sem átti að halda mér frá tölvunni uppskar ég árangur. Slétt nægilegan til að ná árinu.

Svo má gera ráð fyrir að þið hafið haldið að ég hafi byrjað sumarið á rólegu nótunum. Nei aldeilis ekki. Rétt eftir að ég hafði fengið staðfestingu á því að hafa náð öllu var pakkað niður og flogið til Svíþjóðar ásamt 7 öðrum íslendingum á fund norrænu ungmennaráðanna. Þar komu saman ungmenni frá öðrum Norðurlöndunum þar sem við undirbjuggum framlag okkar á EuroDIG ráðstefnunni. Það gleymdist víst að minnast á að verkefnið fjallaði um netöryggi 🙂

Sjá má framlag okkar í lokaskýrslu EuroDIG og í bók Nordicom um fund ungmennaráðanna þar sem íslensku þáttakendurnir voru einstaklega ábernadi. Eins og mig langar að langar að setja mikið meira af myndum úr ferðinni verða þær að eiga heima á Facebook.

Að lokum má ekki gleyma þáttöku þriggja ungmenna úr íslenska ungmennaráðinu sem pallborðsumræðumenn í málstofu Silvíu svíadrottningar. Þar beitti ég mér sérstaklega fyrir mentun ungmenna sem vakti mikil viðbrögð.
Mynd fengin af láni hjá Heimili og skóla.

Við komu til Íslands byrjaði ég minn fyrsta vinnudag hjá Sundlaug Akureyrar. Á víst ekki fleiri orð um það. Auk þess tók ég tvær vikur á Hólavatni sem var án efa góð lífsreynsla sem reyndi á alla þá hæfileika sem manni getur dottið í hug. Sérstaklega minnistætt er þegar ég var settur í hlutverk klikkaðs mann sem væri ekki frásögufærandi nema ég var þóttist vera stórstjarna og söng lagið Euphoria fram og aftur með kollvitlausum texta á kanó út á vatni. Þessi ósköp gátu ekki endað betur en það að báturinn valt, einu skrefi frá landi.

Glæsilegur hópur starfsmanna Hólavatns

Ég var ekki fyrr búinn á Hólavatni þegar hópur ungmenna frá Eistlandi, Finnlandi og Þýskalandi kom til Íslands til þáttöku í ungmennaskiptaverkefni. Þar var þétt 10 daga dagskrá sem samanstóð af smiðjum, hvalaskoðun, hinna ástkæru ferðar til Kárahnjúka, ferð í jarðböðin og torfbæ, útimessa, rafting og því miður hinum sorglegu lokum ungmennaskiptaverkefnisins.

Eftir mikið streð við val á mynd valdi ég mynd af æðislegu ungmennin sem voru hjá mér í heimagistingu.

Þá fór loksins að róast. Ég fór í fyrsta ökutímann minn, fór á Menningarnótt, ég fékk æfingarleyfi og að lokum kom réttarhelgin. Þá var staðan ekki önnur en að sumarið var á enda. Ég byrjaði á fullu með tvo æskulýðshópa meðan skólastarfið rann ljúflega af stað. Með náminu fylgdu fjölmörg námskeið og æskulýðsviðburðir.

Í miðju skólaári fékk ég nýja brjálaða hugmynd, að fara sem fulltrúi Íslands á fund ungmennaráða í Evrópu sem haldið er árlega í Brussel. Dagskráin byggðist á umræðum, dagskrá í Future Classroom Lab, útidagskrá og að lokum þáttöku okkar á Safer Internet Forum auk óformlegrar dagskrár þar sem við fórum út að borða og hópuðumst saman á kvöldin. Sjá má það sem ég beitti mér fyrir á ráðstefnunni hér.

Hópmynd af öllum ungmennunum. Þar sem ég fór áður en myndin var tekin notaði ég mína stórkostlegu myndvinnsluhæfileika til að koma mér líka inn á myndina :)
Hópmynd af öllum ungmennunum. Þar sem ég fór áður en myndin var tekin notaði ég mína stórkostlegu myndvinnsluhæfileika til að koma mér líka inn á myndina 🙂

Lífið hélt áfram við komu heim. Í lok október var haft samband af hálfu Menntamálaráðuneytisins þar sem óskað var eftir fulltrúa Ungmennaráðs SAFT á Degi gegn einelti. Við vorum tvö sem fluttum ræðu um rafrænt einelti sem vakti mikla athygli og til stendur að birta grein sem byggð er á ræðunni. Ræðuna má sjá í heild sinni hér.

Ruv-8 nóv
Við Vigdís vöktum það mikla athygli að við komum fram í fréttatíma RÚV. Viðtalið má sjá hér á 15:45.

Ekki var ég þá sestur í helgann stein því daginn eftir sat ég á Kirkjuþingi unga fólksins sem einn af þremur fulltrúum Akureyrar- og Þingeyjarkjördæmis, flutti tillögu að þingsályktunar um mikilvægi Kirkjuþings unga fólksins og var einnig einn tveggja ritara þingins.

“Og nei ég er ekki ennþá búinn”

Er sagt í einni af þeim fjölmörgu ræðum sem ég hef skrifað í ár. Til stóð að ég myndi flytja ræðu og átti að afhenda skýrslu þegar þrjú ráðuneyti skrifiðu undir samstarfsamning við SAFT og aðra samstarfsaðila verkefnisins. Því miður var ég veðurtepptur og því reyndi á góða samvinnu mína og Hrefnu, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla sem flutti ræðuna fyrir mína hönd. Þetta vakti athygli eins og lesa má í 6. málsgreina fréttarinnar sem hefur verið hlekkjuð við textann.

Þá hlaut að koma að því. Eftir stanslausa undirbúningsvinnu fyrir Árshátíð Menntaskólans á Akureyri kom hún loksins. Árshátíðin var með hinu glæsilegasta móti og sást vel að stjórn Hugins hafi lagt sál sína í að gera viðburðinn sem glæsilegastan. Og það er ekkert að því að minnast á hana Öldu Kareni sem er með glæsilegustu innkomu sem ég hef séð. Það er ekki á hverjum degi sem maður sér einstakling í þjóðbuning svífa yfir salinn og yfir í pontu.

Gat engan veginn komist hjá því að setja mynd af æðislega bekknum mínum.

Þá senn leið að jólafríi og þeir sem ennþá nenna að lesa eru farnir að bíða eftir punkti. Ætla ég því að enda frásögnina með því að minnast á hamingju minni yfir góðum skólafélögum sem redduðu nemendum skólans forsýningu 20. desember á Hobbitanum þegar almenn forsýning var 26. desember 🙂

Nú hef ég lokið þessari frásögn minni þar sem stiklað var á stóru hvað gerðist á árinu hjá mér. Hér hefði ég viljað minnast á svo mikið meira en þetta verður að nægja.

Takk allir kærlega fyrir árið sem er að líða, án ykkar hefði árið mitt aldrei orðið jafn æðisleg og raun ber vitni. Eigið öll gott og farsælt komandi ár! 

Hér enda ég með tveimur uppáhalds C:

Leave a comment