Hvernig allt gjörbreyttist – 1. hluti

Þar sem að mér leiðist svo mikið að ég íhuga að fara að grafa mína eigin gröf til þess að aðstandendur mínir þurfi ekki að grafa hana þá fékk ég þá hugdettu að skella í eina bloggfærslu. Þar sem ég hef ekki hugmynd um hversu margir lesa bloggið, ef það gerir það einhver, þá veit ég voða lítið um lesendurnar. En síðastliðið vor sótti ég um á almennri bóknámsbraut, hraðlínu og getiði hvað, ég komst inn. Ég verð að segja að það sem ég hef núþegar upplifað er að framhaldskólaárin eru það besta sem þú upplifir. Ég gerði ekki ráð fyrir að þetta væri svona einfalt. Mínar væntingar var að stunda erfitt nám í metnaðarfullum hópi af fólki, ég hafði rangt fyrir mér. Þetta er mun meira. Þetta er svo gífurlegt félagslíf að þú getur ekki valið allt sem þú hefur áhuga á. Svo jafnvel þótt þú sleppir því að vera með í félögum, sama hvort þú vilt það þá ertu hluti af sterku félagslífi í skólanum. T.d. eru reglulega sérstakir dagar þar sem stjórnin er með e-ð sniðugt og daglega í löngufrímínútum er alltaf eitthvað að gerast, aldrei minna en góð tónlist í spilun.

Plankman í vinnunni

Það er víst ekki meiningin að skrifa ævisögununa mína, eða a.m.k. ekki í þetta skipti. Kannski ætti ég að bakka aðeins til baka í sumarfríið. Ég átti mitt besta sumarfrí til þessa. Ég var alls á fjórum vinnustöðum. Ég vann í fjölmiðlahóp í Rósenborg sem er örugglega besta vinna sem ég hef verið í. Svo var blaðburðurinn sem skipti um nafn sama dag og síðasti vinnudagurinn minn var en í júlí tók ég tvo flokka í sumarbúðum. Eftir vinnuna í sumarbúðunum fór ég í Jamboree ferðina mína sem var jafnt útskriftarferðin mín. Í henni fór ég til Rinkaby í Svíþjóð á alþjóðlegt skátamót, eftir mótið fór ég til Borlänge í heimagistingu. Allt þetta var gífurleg upplifun, ég græt næstum af söknuði við þetta allt… Eftir utanlandsferðina beið mín menningarnótt (því miður missti ég af verslunarmannahelginni og þannig dóti en það var samt þess virði) sem var líka góð upplifun á sinn hátt. Eftir hana beið sveitin mín. Þar var ég í sumarbústaðnum en eftir hann dvaldi ég í hjá vini mínum langt framundir skóla. Mín seinasta helgi fram að skóla var réttahelgin. En núna skulum við spóla aftur þar sem við vorum. Þegar stóri dagurinn kom var ég ofboðslega stressaður, ég meina hvað ef þetta var ekki eins gott og ég hefði haldið? Þetta var allt í lagi. Það gekk reyndar illa að læra nöfnin á hinum en þetta kom smátt og smátt saman. Ég hafði haft miklar áhyggjur af busuninni en þetta var bara gaman, ef ekki þá mátti ég segja nei.  Við vorum látin læra lög eins og hesta-Jói, heimaleikfimi og rúgbrauð með rjóma á en það var bara gaman. Daginn eftir komu gular línur sem við þurftum að fylgja, það besta voru samt kassanir sem maður átti að hoppa í því þá gat ég sagt “boink” um leið og ég hoppaði. Það voru alltaf þrjár hegningar, að steikjast eins og beikon, klekjast út úr eggi eða fæða barn en það var bara gaman að því þótt ég fékk bara að steikjast eins og beikon. Busunardagurinn var samt bestur. Þótt við vorum látin sitja í pínulitlum kassa gleymdist það í gleðinni. Busasirkusinn okkar kom þar sem við vorum með okkar dans, sem mér fannst fáránlega kynferðislegur og rústaði áliti mínu á Eyewitness laginu með því að dansa Húsavíkurdans með. Ég gleymdi víst alveg að minnast á það en við vorum öll klædd í strigapoka og meikuð með brúnum sósulit.

Eina myndin sem er til af okkar atriði
Eina myndin sem ég finn af okkar glæsilega útliti

 

 

 

 

 

 

 

Þetta allt var samt bara rétt að byrja. Næst fórum við út á gasið þar sem það voru busaréttir og eftir þær fórum við í skírn þar sem við fórum upp á pall þar sem við fengum jukk á okkur, okkur ýtt fram af pallinum og gripin af drengum sem biðu niðri.

Hér er busi í skírn, mynd tekin rétt áður en henni er hent niður af pallinum

Eftir skírnina vorum við opinberlega boðin velkomin í skólann. Eftir þetta fórum við í MA-inga göngu um bæinn þar sem okkur var kynnt allt sem var mikilvægt, þ.e. Súper og skemmtistaðirnir í hnotuskurn. Eftir hana fengum við að þrífa viðbjóðinn úr okkur. Um kvöldið fórum við, þ.e. bekkurinn minn og böðlarnir sem var góð leið til að kynnast öllum. Eftir það fórum við á busaballið, eina ballið sem ég hef skemmt mér á fyrir alvöru síðan á Jamboree þar sem m.a. Katy Ryan spilaði.

Dagarnir urðu betri og skýrari og námið varð stabílt. Ég komst að því að þetta var ekki eins erfitt og ég hafði haldið en ekki áreynslulaust.Ég var í bekk með mjög metnaðargjörnum nemendum og skrifaði ég í yfirlitsskýrlu “það sem situr á toppnum er að ég lærði að vinna í hóp í öðrum aðstæðum, aðstæðum þar sem allir leggja sitt að mörkum til að skila verkefnunum frá sér á sem bestan hátt.”

Þar sem að þessi færla er að verða talsvert löng en svo rosalega mikið eftir ætla ég að fara að setja endi á þessa færslu.

Mér finnst núna eins og ég sé að gefa skít í allt sem ég átti áður eins og skólana mína, vini, mína og allt en það er rangt.

Húnvallaskóli, Lundarskóli, allir vinir mínir eða kunningjar af þessu, jafn og öðru, stöðum þá get ég með sannleika skrifað:

“Þú dvelur í minni, mínu
alla daga
þar munt þú flögra frjáls.

Máttinn ég finn í, fingrum
hann hefur leitt þig
beint að minni sál.”

 

Annars vonast ég til þess að klára að skrifa allt fyrir jól, endilega leyfið mér að heyra í ykkur kæru lesendur!

Advertisements

Author:

Vefstjóri Kvosarinnar

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s