Gleðileg jól!

Jólafriður vananum vafinn

Er ég kem heim á aðfangadag er heimilið í rúst
Ryksugan og ruslapokar eru í sleik við gamlan kúst
Jólatréð er allt of stórt og pabbi illa girtur
Ég á enga spariskó og bara ljótar skyrtur

Óþveginn ég alveg er með allt of mikið hár
Jólasteikin gaddfreðin og verður aldrei klár
Dagblöð, diskar, drasl og fólk liggur út um allt
Það vantar Sigga, Jónu og stól, appelsín og malt

Unglingurinn aflitaður með heiðna stelpu í hönd
Borðar hvorki svínakjöt, baunir, öl eða önd
Systir mín að baða sig í fjóra klukkutíma
Mamma mín með sterkan drykk, grætur inn í síma

Í dyrunum ég sný mér við, rölti í kalt myrkrið
Samanborið ástandið, mér líkar óblítt veðrið
Framhjá húsum, skuggum og skepnum ég klofa skurði og snjó
Öskur, læti og ættarvíg hörfa úr huga með friði og ró

Sest við þúfu milli steins og sjávar
Aldan hvíslar og einstaka mávar
Kölda hönd við fingur finn
Leggur stelpa þar lófa sinn

Sitja um stund og segja ekki neitt
Samvera orðalaus fær öllu breytt
Tvær einmana verur í jólanna ólgusjó
Uns óþekkt mér stúlkan stóð upp og hló

Í tunglskímu leiðirnar liggja til baka
Í sitthvorar áttir milli snjóþungra þaka
Óvæntur samkraftur þolinna tauga
Samtaka sefast án þess að horfast í auga

Hálfklæddir foreldrar og baðsjúkar systur
Afgamalt jólatré og unglingur hristur
Allt þetta eru jú jólanna myndir
Sem afneita okkur um fortíðarsyndir

Þakka má fyrir það góða eða slæma
Systkyni, hundgarminn og frænda minn Sæma
Án þess að heyra þeirra grátglaða gól
Verða víst alls ekki haldin hátíðleg jól

Don Ellione
Advertisements

Author:

Vefstjóri Kvosarinnar

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s