4. – 9. ágúst (Gaypride helgin mín)

Halló kæru aðdáendur!

Loksins er komið að því að ég drullist til þess að koma með nýja & ferska færslu.

Það fyrsta sem gerðist frá síðustu færslu var þegar ég stefndi suður yfir fjöll (að sjálfsögðu í flugvél ;)). Fyrir sunnan beið mín gamall vinur, hann Hákon. Kvöldið fyrir ævintýrin sem voru framundan var að sjálfsögðu mjög “eðlilegt”. Þegar við komum heim byrjuðum við á því að fara út í sjoppu í leit að nammi og allt gekk að óskum. Að því loknum fórum við heim og horfðum á G-Force í tölvunni.
Eftir hana fórum við út að leita að leikvelli sem átti að vera þarna nálægt en eftir klukkutíma leit fundum við hann en það skipti annars engu…við náðum að tala um önnur mikilvæg mál á leiðinni. Svo fórum við að “leika” xD. Svo komum við á nokkrum stöðum á leiðinni heim til þess að gera hluti sem eru ekki þess virði að greina frá hérna en allavegana við komum heim fyrir kl: 00:00. Þegar við komum heim þá datt okkur í hug að fara í TPPC svo við gerðum nýjan aðgang og vorum “ekki” langt fram á nótt í honum. Við fórum að sofa.

Daginn eftir stefndum við austur fyrir fjall í leit að ævintýrum en fyrst fórum við í sund á Selfossi. Að sundi loknu fórum við á Úlfljótsvatn þar sem við ætluðum að eyða rúmlega allri helginni. Þegar það styttist í Úlfljótsvatn virti ég fyrir mér umhverfið, það var svo fallegt en samt öðruvísi. Þegar við komum á Úlfljótsvatn sá ég, það var ekki eins og ég hefði ímyndað mér…ekki að hafi litið verr út, bara öðruvísi.
Bílinn nam staðar við lykilhúsið sem kallað var Strýtan. Meðan við biðum í röðinni til að fá dót sem tengdist mótinu sneri ég mér við og horfði út um gluggan í smástund. Þegar ég sneri mér aftur að honum þá var hann í faðmlagi með stelpunni sem var undan okkur í röðinni. Þá kom í ljós að þetta var frænka hans sem ætlaði að vera með okkur á mótinu. Þegar röðin kom að okkur þá fengum við klúta, mótsemerki, armband og klemmu með númer að eigin vali og númerið var póstnúmer. Seinna var sett hús úr klóstettrúllum (útlitið er eins og býflugnabú) þar sem hægt var að skilja eftir bréf í hólfinu með mínu númeri. En allavegana við tjölduðum í útskúfasta horninu á græna svæðinu. Þegar við vorum búnir að koma okkur fyrir þá var farið að styttast í mótssetningunar. Við fórum á mótsetninguna en þar var leikritshluti sem fjallaði um stofnun kvenskátastarfsins enda var það ástæðan fyrir því að við vorum þarna. Langt frameftir kvöldi gengum við um og skoðuðum þetta ótrúlega svæði fyrir okkur og að sjálfsögðu hittum við fólk í leiðinni.
Daginn eftir vöknuðum við kl: 09:00 (meðan hinir áttu að vakna klukkan 08:00 :P). Við borðuðum morgunmat og um klukkan tíu fórum við á dagskrársvæði I. Þar voru þrjú verkefni í boði.
1) Búsáhaldabylting: Hljómsveit sem mynduð var með eldhúsáhöldum og nokkrum hljómfærum.
2) Vinabönd
3) Bleiking klúta: Þar áttum við að gera klútana sem við fengum við komu bleika.

Að essu loknu fórum við í hádegismat og að honum loknum var stefnt til Flateyjar þar sem dagskrártímabil II var. Í Flatey fengum við eftirfarandi verkefni:
1) Súrra borð og bekk.
2) Poppa popp.
3) Baka múffur.

Eftir það var frjáls tómi sem við gátum gert það sem við vildum í. Við fórum og hittum ehv fólk. Eftir það kom kvöldmatur. Skammt leið að næturleik í Strýtunni en umgjörð leiksins var þrautir. Starfsmönnum mótsins var dreift um svæðið með þrautir. Við lentum í hóp með 2 Bretum og 3 Íslendingum. Þegar maður var búinn að leysa þrautinar fengum við smarties sem við skiliðum síðan inn til þess að geta fært leikmanninn okkar sem var inni í Strýtu. Hinsvegar til að flækja leikinn var manneskja sem mátti hnupla namminu »Ég væri mjög fús í að fara í það hlutverk ;)«. í lok leiksins kom hellirigning en staðan okkar í leiknum var að við vorum síðust »Ég var víst settur á sakalista fyrir smakk!«. Það rigndi og rigndi svo það þýddi ekkert að fara að hitta fólk þetta kvöld. Allar fóru snemma að sofa þetta kvöld. Þegar við komum inn í fortjaldið okkar var allt á floti en sem betur fer slapp innra tjaldi =). Við fórum að sofa.
Daginn eftir vöknuðum við og morguninn var svipaður og liðinn morgunn nema að það rigndi pínu ennþá og tjaldbúðin var algjörlega líflaus, við vorum einir á ferli. Við kíktum inn í nokkur tjöld…þau voru öll tóm. Hvar voru allir. Við gengum af stað til að athuga hvort við myndum finna hina en þegar við gengum fram hjá Strýtunni þá sáum við að allir voru þar inni. Allir höfðu verið reknir inn yfir nóttina. Í 3ja dagskrárbilinu höfðum við val um hvort við myndum fara á stöðina, aðra stöð eða ekkert. Við ákvóðum að fara á stöðina sem við áttum að vera á sem var vatnssvæðið. Fyrst ætluðum við kanski að fara út í en svo braut ég ísinn og fór í vatnasafarí. Hákon gat auðvitað ekki gerst pussa og farið ekki svo hann fór. Án efa þá var besti hlutinn við vatnasafaríbrautina fljótandi rennibrautin sem var í c.a. miðri brautinni. Eftir nokkra hringi var þetta flækt og ég fékk matarolíu á hendur og fætur en það skipti samt ekki miklu. 7 aðrir mættu svo við fórum í vatnsbyssustríð. Það var gaman. Allir voru til í smá challenge svo við fórum líka í mýrarbolta, það var ótrúlega skemmtilegt en að leik loknum þá losuðum við okkur við hluta af drulluni með því að fara einn enn hring í vatnasafarí. Eftir það var orðið frekar kalt svo við stauluðumst aftur í tjaldbúðina við stefndum í sturtuskúrinn en urðum að koma við í tjaldinu á leiðini til að sækja hrein og þurr föt. Þegar ég var að koma að skúrnum þá byrjaði aftur að hellirigna svo ég flýtti mér inn og var ánægður með að þurfa ekki að fara út í bráð. Þegar ég undirbjó mig fyrir sturtuna uppgötaði ég að mig vantaði hluta af fötunum mínum ásamt regnjakkanum mínum svo ég varð að fara hlaupandi til baka í hellirigningu. Ég naut sturtunnar og þegar ég kom út var rigningunni að mestu lokið. Þá var komið að frjálsum tíma það sem við gátum farið í:
a) Sig og/eða klifur
b) Báta

Við skiptum liði tímabundið en fljótlega kom hann aftur og við fórum á bát. Tíminn leið fljótt og áður en ég vissi var komið að Jamboree fundinum. Á fundinum var rætt um ferðina og farið í nokkra hópeflisleiki. Að honum loknum fórum við að undirbúa okkur fyrir stórhátíðakvöldmatinn sem var framundan. Strýtan fylltist af sársvöngum skátum. Við vorum það mörg að öll borðin filltust strax. Í matinn var lambalæri ásmt helling af meðlæti »Btw á borðinu þarna var svona king size picnic x)«. Maturinn hvarf að disknum á örstundu og þá gerðist ég tilneyddur til þess að yfirgefa sætið mitt. Eftir matinn meðan við biðum eftir næsta viðburð þá biðum við ásamt skátum úr Skátafélaginu Stróki inn í matartjaldi sem var frekar lágt…sérstaklega við dyrnar en þetta tjald hafði víst lent í flugeldaslysi…eða það sem eftir var!
Skammt leið að brekkusönginum sem var haldinn í lægðini þarfna fyrir ofan tjáldbúðina hjá Stróki. Þar var stór brenna, sungið og svo var leikritinu sem var búið að vera í gangi allt mótið klárað með bræðralagssöngum sem er alltaf svo yndislegur svo ég skelli honum hér fyrir neðan áður en ég held áfram.

Bræðralagssöngur Íslenskra Skáta

Vorn hörundslit og heimalönd
ei hamla látum því,
að bræðralag og friðarbönd
vér boðum heimi í.
:,:Nú saman tökum hönd í hönd
og heits þess minnumst við,
að tengja saman lönd við lönd
og líf vort helga frið. :,:

Jón Oddgeir Jónsson

Miðað við allt sem ég er búinn að gera mætti halda að þetta væri búið en svo er ekki svo ég ætla að snúa mér aftur að afmælismótinu svo að þetta verði ekki allt of langt.
Þegar brekkusöngurinn var lokið fórum við aftur í tjaldbúðina og gerðum okkur tilbúna fyrir froðuballið. Því miður nenni ég ekki að segja meira um það nema bara að það var OSOM! Eftir ballið var engin meiri dagskrá svo við nýttum tímann sem eftir var í að tengjast böndum við fleiri áður en við myndum fara og kanski ekki hitta eitthvað af fólkinu aftur. Árbúarnir og við ákváðum að eyða tímanum sem eftir var með Bretunum það sem eftir var. Einhverntímann seint um nóttina fórum allir að sofa eða þeir sem voru ekki farnir.
Daginn eftir vaknaði ég á slaginu átta…ekkert of vel sofinn en heyrði í Bretunum yfirgefa svæðið. Þá voru að mestu allir vaknaðir nema þegar við vorum nýkomnir út þá sáum við ónefndan strák skríða út úr stelputjaldi. Það vildi það heppilega til að skátaforingjarnir hans höfðu gefið þau ströngu tilmæli að tjöldin ættu að vera kynjaskipt því það ættu ekki að verða nein börn til á þessu skátamóti x). En allavegana við borðuðum og pökkuðum saman og nýttum svo restina af tímanum í að kveðja fólk.
Mótsslitin voru þrískipt. Fyrsti hlutinn var inni Strýtu þar sem við áttum að bakþanka á plaggöt, annarhlutinn var venjuleg mótsslit og sá þriðji var að endanlegur frágangur. Faðir minn sótti okkur. Okkur til mikilla ánæju þurftum við að taka “smá aukakrók” út í rassgat til og svo klukkutíma bið til að sækja frúnna. Samdægur fór Hákon heim en ég var auka nótt en fór síðan heim daginn eftir.

Nú er þessi bloggfærsla loksins búinn. Ég rissaði hana fyrst upp í stílabók og er u.þ.b. 5½ blaðsíða, 1610 orð og upprissan tók 9 daga sem skrifuð var á íslensku, ensku, dönsku og sænsku. Að lokum ætla ég að bæta inn einu myndinu sem ég tók á mótinu.
[Mynd fannst ekki]

Advertisements

Author:

Vefstjóri Kvosarinnar

2 thoughts on “4. – 9. ágúst (Gaypride helgin mín)

    1. Nei nei, bara vissir hlutar voru á 3 tungumálum og svo fylgir ip tala með commentinum svo það er enginn tilgangur að senda inn nafnlaust!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s