Með árið 2017 að baki

Árið gekk í garð með tilheyrandi látum. Fyrst um sinn átti ég nokkra daga heima og gat slakað aðeins á. Um áramótin hafði ég kynnst hópi af þjóðverjum sem ég eyddi síðustu dögunum með m.a. um Reykjavík og gullna hringinn áður en ég fór aftur út.

Ég var varla kominn heim þegar förinni var stefnt til Stokkhólms. Ég var mjög sáttur með helgarnámskeiðið og ekki skemmdi gott útsýni fyrir.

20170114_152506

Í lok janúarmánaðar var haldið til Aachen á námskeið á vegum Stofnunar fyrir stjórnmálafræðslu. Hún var ný fyrir mig en kom í ljós að hún myndi bjóða upp á margt spennandi á árinu.

Í febrúar var komandi þýskupróf farið að láta minna á sig, en það var forsenda þess að geta verið tekinn í háskólanám og því talsvert stress sem fylgdi því. Prófið gekk vel og skilaði það mér fínustu einkunn sem og inngöngu í Goethe háskólann í Frankfurt. En fram að því átti ég 2ja mánaða frí fram að næstu önn en mestur tíminn fór þó í vinnu.

Mánuðurinn hafði líka Fasching, hálfgert Carnival með tilheyrandi skrúðgöngum, litadýrð og skrúðgöngum. Í ár náði ég að sjá gönguna í Frankfurt sem og Mainz.

Marsmánuður var fljótur að hverfa. Hann auðkenndist að vinnu að rannsókn um stöðu á réttindum barna við móttöku flóttamanna í samstarfi við Háskóla Íslands. Rannsóknin vann til verðlauna og var kynnt í Tallinn um haustið af mikum brag af samstarfskonunni.

Í lok apríl byrjaði ég Bachelorgráðuna mína í uppeldis- og menntavísindum sem fór vel að stað. Þar með fór mestur tíminn í nám en tíminn leið hratt með ýmsum viðburðum s.s. Nótt safnanna, afmælinu mínu, Eurovision og Hessentag.

Í maí birtist greinin mín í Sæmundi, tímarit Sambands íslenskra námsmanna erlendis, sem jafnframt birtist á heimasíðu farabara.is.

Um miðjan júnímánuð fór sumartörnin af stað. Haldið var til Stavanger þar sem ég sótti námskeið sem og ráðstefnu frá NORDEN þar sem ég fékk jafnframt að segja nokkur orð.

21371198_10214090899328347_850989212981554133_n

Við heimkomu tóku svo við ýmsar sumarhátíðir, ferð til Saarbrücken, heimsókn að heiman og margt annað sem fyllti hjá mér helgarnar langt fram á haust. Inn á milli þurfti ég að skila af mér próf sem gengu vel.

Í júlí fór ég út fyrir þægindaramman og tók fyrir Snapchatti fyrir Íslendinga erlendis. Tókst mér þrátt fyrir skamman tíma að koma mínu á framfæri.

Fundur á sprengju úr seinni heimstyrjöldinni setti sinn svip á septembermánuð. Rýma þurfti stór svæði í Frankfurt, þ.m.t. tvö sjúkrahús. Slíkir fundir eru reglulegir og góð áminning um að stríð hafa afleiðingar til framtíðar.

Hápunktur á árinu var heimsókn að heiman. Við vorum 4 á ferð og leigðum okkur húsbíl til að getað ferðast á sveigjanlegan hátt um Suður-Þýskaland og nágranalönd. Við komum til München við upphaf Oktoberfest, sáum hámenninguna í Salzburg, fórum niður í saltnámur, heimsóttum Neu Schwanstein kastallann, dvöldum við undurfallegt vatn, skottuðumst yfir landamærin til Sviss og svo var tíminn búinn en helmingurinn af ferðaplönunum ennþá eftir. En við eigum þá allt tilbúið fyrir næstu ferð 🙂

Þau eru varla farin í byrjun október þegar ég fór til Bonn. Þar átti vettvangsferð að byrja en ég vildi nýta frídag og koma fyrr til að sjá það sem borgin hafði að bjóða upp á. Þar gafst tækifæri til að fara í heimsókn í stúdíó þýska ríkisútvarpsins sem og vöruskemmu þýska þjóðminjasafnins þar sem finna mátti ýmsa sögulega muni svo dæmi séu tekin.

20171003_163834

Í Brussel tók við vettvangferð hjá Framkvæmdastjórn Evrópusambandins. Þar voru helstu málefni um fjármál Evrópusambandsins, verkefni þeirra um alla Evrópu sem og samskipti við almenning.

Um miðjan Októbermánuð byrjaði önnin með kvelli. Til viðbótar við byrjun á fulltri stundatöflu þurfti ég á sama tíma að mæta í 3 lotuseminar svo fyrsta vikan var meira en full. Til viðbótar fékk ég sömu viku að setjast í “pontu” hjá Háskóla Íslands í vefnámskeiði og sjá má upptöku af fyrirlestrinum í tengli.

Í lok nóvember kom út bók sem ég hafði unnið með öðrum höfundum að því að þýða í samstarfi við Stofnun fyrir stjórnmálafræðslu. Bókina má skoða án endurgjalds á netinu.

Undir jólin fór tímaskortur að láta sjá sig. Jólamarkaðirnir fóru á full, boð á marga viðburði, námskeið á einum flottasta stað landsins í Siegburg og svo að lokum heimferð rétt fyrir jól.

Að baki er viðburðaríkt ár og spennandi að sjá hvað komandi ár hefur upp á að bjóða!

 

Advertisements